Hugmyndabanki

Hvað er hægt að gera annað en að fara í bíó?

Að hittast utan skóla styrkir tengslin og minnkar líkur á einelti. Hér eru hugmyndir að viðburðum sem kosta lítið sem ekkert.

Fyrir yngstu börnin (1.-4. bekkur)

Ratleikur í hverfinu

Eftir skóla eða um helgi. Foreldrar fela vísbendingar. Endar með kakó.

Hjóla/Spark bretta hittingur

Hittast á skólalóðinni kl. 17:00. Allir koma með sín tæki. Foreldrar spjalla.

Spilakvöld í skólanum

Fáið lánaða stofu í skólanum. Hver kemur með eitt spil að heiman.

Fyrir miðstig (5.-7. bekkur)

Sundferð

Hittast í sundlaug hverfisins. Ódýrt og allir kunna.

Gölluð í Keilu

Skipta niður í lið þannig að krakkarnir blandist, ekki bara bestu vinirnir saman.

Fyrir unglingastig (8.-10. bekkur)

Hér dregur úr þátttöku foreldra, en mikilvægt er að foreldrar standi vaktina (séu sýnilegir en ekki yfirþyrmandi).

Pizzuveisla í félagsmiðstöð

Samstarf við félagsmiðstöðina. Oft hægt að fá inni þar.

Lazertag / Keila

Vinsælt en kostar pening. Huga þarf að þeim sem hafa ekki efni á.

Gullna reglan

Munið að aldrei má vera kostnaður sem útilokar börn. Ef safnað er í bekkjarsjóð (frjáls framlög) er hægt að nota hann til að niðurgreiða fyrir alla.